18.2.2009 | 01:10
Moggabloggið er búið að vera
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 00:49
Andskotans fjárhundarnir
Svei þeim fjárhundunum sem ruku upp í fjall og geltu hátt.
Þeir fóru harðan og bændur tóku í nefið og fylgdust með af aðdáun. Mikil voff heyrðust og sífellt nálguðust þeir féð. Það var tekin upp pyttla hjá einum bóndanum, en hann átti hundinn. Bauð hann öllum viðstöddum, yfir fermingaraldri að súpa á.
Allir voru góðglaðir og fylgdust með hvutta nálgast féð. Hann voffaði grimmilega svo að bændur ímynduðu sér froðufellandi hvofta hans. Seppinn hreyfði við fénu, það tók á rás - tvístraðist í fyrstu, en tók svo í átt við bændurna með tvíþumla vettlinga sína. He he sagði eigandi fjárhundarins, þetta er besti hundurinn í sveitinni. Ha, sagði tæplega fermingaraldursveinn, sonur annars bónda og bætti við að þetta færi allt í hundana. Hí hí grínuðu kallarnir þá og gerðu gys að orðum þess sem veitinganna gat ekki notið.
Fjárhundurinn var vissulega ákafur, hann rauk í féð og tvístraði því. Hann náði að glefsa í gimbur og var með ullina í munnvikunum. Hann var ofurlítið ráðvilltur þegar féð stökk til allra hliða, en stökk þá hátt og voffaði hvellt, sem allir bændur heyrðu. Hann heyrði hvatningarhróp þeirra. Við það efldist honum máttur og rauk af stað aftur. Hann náði að sameina féð við klettalátur og gelti þá hátt.
Niðri á sléttunni lét eigandinn pytluna ganga að nýju og allir rómuðu gjörfigleik eiganda hundsins.
Seppi var ánægður með sig og vildi ekki láta deigan síga, hann gelti enn og rak féð í eina átt, til bónda síns. Þegar komið var að torfæru einni, sneri hrútur einn sér að hundi og jarmaði, eins og í vörn. Hundi var hverft við og ýlfraði. Við það snaraðist fjárhópurinn og rauk í tvær áttir.
Féð var allt í einu skipt í tvo hópa og fjárhundurinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann naut ekki lengur leiðsagnar eiganda síns, þar sem hann var að traktera sveitunga sína og gorta sig af hundi sínum.
Með eðli sínu rauk fjárhundurinn af stað, hafði enga leiðbeiningu, og rak stærri hópinn áfram. Hann tók þó ekki eftir að hann stefndi að Stóragljúfri. Hann gelti og gelti og áfram rann féð. Þá loks sá eigandinn að í óefni var stefnt. Hann byrjaði að hrópa ,,svei þér,svei þér", en hundurinn virtist ekki heyra.
Féð rauk á syllu gilbrúnarinnar og stóð þar eins og frosið. Fjárhundurinn hikaði og beið fyrirmæla eiganda síns. Hann voffaði þó og það lak froða úr munnvikum. Fjárhundurinn sperrti eyrun í móti bónda síns og beið ákafur.
Þar sem bóndi var orðinn nokkuð við skál gat hann ekki dæmt leika alveg rétt. Hann stóð undir væntingum sveitunga sinna, með besta fjárhundinn, og sagði hátt og hvellt ,,URRRRDDD-Annn-Urrd ann.
Fjárhundur bónda þekkti þessa rödd og gelti strax hátt og hljóp beint að fénu. Fjárhundurinn var svo viss í sinni sök, að hann var óhræddur algjörlega.- Féð hinsvegar var hrætt og snerist hratt undan og hrapaði allt ofan í Stóragljúfur.
Fjárhundurinn áttaði sig ekki á mistökum sínum og kom með slefandi tungu til eigenda síns. Hann fór með hann til byggða og skaut hann með morgninum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Grímhéðinn Sveinarpsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar